menningin, skólinn og samfélagið - ráðstefna í kenía 16. júní til 2. júlí 2025
Tilgangur ráðstefnunnar
Að stíga út úr okkar eigin samfélagi um stundarsakir og fræðast um það hvernig aðrir gera hlutina. Þegar við stígum út úr okkar eigin aðstæðum og horfum á okkur sjálf utan frá, þá sjáum við hlutina í nýju ljósi. Í öðrum speglum við okkur sjálf og öðlumst nýtt sjónarhorn. Okkar daglega sjónarhorn á lífið og samfélagið er íslenskt. Í stærra samhengi er okkar sjónarhorn evrópskt. Menning okkar og viðhorf eru ekki svo ólík okkar næstu nágrönnum. Til að læra eitthvað alveg nýtt viljum við stíga út fyrir þægindaramma Vesturlanda og inn í annan gjörólíkan menningarheim Afríku. Við skoðum lífið og okkur sjálf með afrískum augum. Ráðstefnan er starfstengd og upphaflega sniðinn að kennurum sem geta sótt um einstaklingsstyrk til þátttöku hjá Kennarasambandsins. En hún er einnig opin öllum sem áhuga hafa á að stækka sjóndeildarhringinn og vaxa á sínum starfsvettvangi. Hún hentar til dæmis heilbrigðisstarfsmönnum sem geta einnig heimsótt heilbrigðisstofnanir í ferðinni.
Ferðalýsing
Kenía er stórkostlegt land að heimsækja. Í þessari ferð kynnumst við landi og þjóð á einstakan hátt. Við heimsækjum skóla Íslensku barnahjálparinnar og heimsækjum einnig nemendur og foreldra skólans. Við skoðum okkur um í höfuðborginni Nairobi sem gjarnan er kölluð “græna borgin í sólinni”. Við förum á kaffihús og skemmtilega veitingastaði, skoðum söfn og kynnumst ýmsum hliðum á borginni. Við gistum í Harvest gistihúsinu í fallegu lokuðu hverfi þar sem við höfum stórt einbýlishús fyrir okkur með ellefu svefnherbergjum sem flest eru með sér baðherbergi.
Frá Nairobi höldum við í friðsælu og fögru sveitina í Loitoktok sem liggur við rætur Kilimanjaro. Þar rekur Íslenska barnahjálpin framhaldsskóla fyrir 150 nemendur. Loitoktok er í landi Masaai fólksins. Við kynnumst menningu þeirra og siðum og heimsækjum fjölskyldur nemenda. Við gistum í nýbyggðu gistihúsi Íslensku barnahjálparinnar þar sem er glæsilegt útsýni og mjög góð aðstaða fyrir okkur. Öll herbergin eru með sér baðherbergi. Á kvöldin kveikjum við varðeld.
Ráðstefnugjald: 350.000 kr.
Innifalið: Flug til Kenía. Öll gisting með morgunverði plús ein önnur máltíð á dag í Nairobi.
Allur matur í Loitoktok. Allur bíla og ferðakostnaður í ferðinni.
Ekki Innifalið: Vegabréfsáritun. Kaffihús og veitingastaðir í Nairobi.
Viðbótarferð: 170.000 kr.
Safarí - innifalið: Gisting á hótelum í Amboseli og Tsavo West ásamt öllum máltíðum.
Aðgangseyrir inn í þjóðgarðana Amboseli og Tsavo West ásamt Safari bílum.
Ekki innifalið: Drykkir á hótelunum.
Keníska ströndin - innifalið: Lest frá Tsavo West til Mombasa og keyrsla á hótel. Hótel gisting í þrjár nætur með að minnsta kosti tveimur máltíðum inniföldum. Innanlandsflug til baka til Nairobi og keyrsla til og frá flugvöllum.
Ekki innifalið: Matur í lest og á veitingastöðum, drykkir á hótelunum, þjórfé, bátsferð.
Fararstjórar: Gunnhildur Gunnarsdóttir þaulreyndur leiðsögumaður til margra ára og Þórunn Helgadóttir sem hefur búið og starfað í Kenía í 18 ár.
Heildarverð með flugi á mann miðað við tvo í herbergi: 520.000 kr. (45.000 kr. auka fyrir einn í herbergi)
Ferðaplan:
Dagur 1. Mánudagur 16. júní Flogið frá Íslandi í gengum nálæga Evrópuborg eins og t.d. Kaupmannahöfn, Oslo eða London.
Dagur 2. Þriðjudagur 17. júní Lending í Nairobi.
Gisting á gistiheimili Íslensku barnahjálparinnar. Þar eru ellefu gestaherbergi, flest með sér baðherbergi.
Nairobi
Dagur 3. Miðvikudagur 18. júní - Ráðstefnan hefst
Kl. 9:00-10:00 Morgunmatur.
Kl. 10:00-12:30 Hvernig er að reka skóla í Kenía?
Þórunn Helgadóttir segir frá stofnun skólanna og þeim áskorunum sem fylgja því að reka skóla í Kenía.
Kl. 12:30-13:30 Hádegismatur.
Kl. 13:45 Heimsókn í Harvest skólana í Kariobangi.
Kenísk menning beint í æð. Við hittum fyrir kennara og nemendur sem taka á móti gestum á sinn keníska máta.
Dagur 4. Fimmtudagur 19. júní - Kenísk menning
Kl. 9:30-12:30 Fyrirlestur frá Penninah Nguli sem er Swahili tungumála og menningarkennari. Penninah hefur margra ára reynslu af því að kenna Vesturlandabúum keníska menningu. Farið verið yfir grunnatriði menningarinnar og hvernig ólík þjóðarbrot með ólík tungumál ná að mynda samfélagslega heild. Hverjar eru grunn samskiptareglurnar og hvernig eru þær ólíkar okkar? Við lærum einnig nokkrar setningar á Swahili.
Kl. 13:00-14:00 Hádegismatur.
Kl. 14:00-16:00 heimsækjum við heimili nemenda Harvest skólans sem búa í fátækrahverfum Nairobi. Við kynnumst aðstæðum þeirra heima fyrir. Við setjum það sem við lærðum um morguninn í samhengi.
Dagur 5. Föstudagur 20. júní - Keníska skólakerfið og Harvestskólarnir
Kl. 8:30-9.30 Morgunmatur.
Kl. 9.30-12:30 Fyrirlesari frá keníska menntamálaráðuneytinu. Kenía hefur gengið í gegnum miklar breytingar á skólakerfinu síðust ár. Nú er verið að breyta um kerfi. Nýjar áherslur eru komnar inn og ný námsskrá ýtir út þeirri gömlu, eitt ár í senn. Þessu hafa fylgt ýmsar áskoranir fyrir skólasamfélagið. Fyrirlesarinn kynnir þetta fyrir okkur og þær áskoranir sem menntamálaráðuneytið stendur frammi fyrir.
Kl. 12:30-13:30 hádegismatur.
Kl. 14:00-16:00 fara kennarar Harvestskólanna yfir skólastarfið og þær áskoranir sem því fylgja. Farið verður yfir samskipti og samstarf við menntamálaráðuneytið, foreldra og deilda innan skólans.
Dagur 6. Laugardagur 21. júní - Fagvinnustofur og umræður
Kl. 8:30-9.30 Morgunmatur.
Kl. 10:00-12:30 Kennarar verja tíma með kennurum í sínu fagi. Fara inn í kennslustundir og kynna sér námsefnið og kennsluna. Íslensku kennararnir deila einnig sinni þekkingu til nemenda og kennara.
Kl. 13:00-14:00 Hádegismatur. Frjáls tími seinnipartinn
Dagur 7. Sunnudagur 22. júní - Hvíldardagur í Nairobi
Tími til að melta það sem við höfum upplifað og til að upplifa aðrar hliðar á borginni.
Kl. 10:00-18:00 Karen Langatta svæðið. Við heimsækjum gíraffagarðinn og Karen Blixen safnið. Borðum á góðum veitingastað í hádeginu.
Kvöldmatur heima í húsi.
Loitoktok
Dagur 8. Mánudagur 23. júní - Loitokitok
Leggjum snemma af stað með lest til Loitoktok og borðum hádegismat þar. Kl. 14:00 förum við í heimsókn í heimavistarskólann í Loitoktok. Í skólanum eru 150 nemendur á aldrinum 14-19 ára. Í Loitoktok býr Masaai fólkið. Það hefur sína eigin menningu og viðhorf sem eru ólík menningunni í Nairobi. Nemendur koma þar í skóla þar sem kennt er á öðrum gjörólíkum tungumálum en þeirra eigin. Ýmis menningarleg áhrif setja líka strik í reikninginn þegar kemur að menntun en aðrir menningarþættir smyrja samskipti og létta lífið.
Dagur 9. Þriðjudagur 24. júní - Masaai fólkið
Kl. 9:00 Morgunmatur.
Kl. 10:00-13:00 förum við í heimsóknir út í sveitirnar til nemenda og foreldra þeirra. Við kynnumst aðstæðum og menningu Masaai fólksins.
Hádegismatur heima á gistiheimili og fáum svo Susan Moyaso, unga Masaai konu í heimsókn sem segir sögu sína af baráttu sinni við að komast í skóla. Hún segir frá menningu Masaai fólksins. Um kvöldið er í boði að taka þátt í kvöldsamkomu nemenda Harvest skólans í Loitoktok.
Dagur 10. Miðvikudagur 25. júní - Skólinn
Kl. 9:00 Morgunmatur og þar á eftir verjum við tíma með nemendum og kennurum skólans. Hver kennari heimsækir sitt fag, fylgist með kennslu og deilir sinni þekkingu og menningu með nemendum og kennurum.
Kl. 13:00 Hádegismatur. Seinnipartinn umræður um Ísland og Kenía. Þórunn og Gunnhildur leiða umræður. Hvað höfum við lært á þessum dögum? Hvaða samanburð getum við gert á milli þessara þjóðfélaga og hvað höfum við lært af Keníabúum sem við gætum gert betur í okkar eigin skólum og menningu?
Ráðstefnulok
Safarí: Amboseli Þjóðgarðurinn
Dagur 11. Fimmtudagur 26. júní - Amboseli
Kl. 8:30 Amboseli þjóðgarðurinn. Þjóðgarðurinn liggur við rætur Kilimanjaro og er stundum kallaður fílahöfuðborg heimsins. Um morguninn förum við í safaríferð um garðinn og skoðum dýralífið. Um kl 12 förum við á hótelið og tékkum okkur inn. Hlaðborð í hádeginu. Um kl. 16 þá förum við aftur á stjá að skoða dýralífið og reynum að koma auga á ljón.
Tsavo West þjóðgarðurinn
Dagur 12. Föstudagur 27. júní - Tsavo West
Kl. 8:00 Lagt af stað í Tsavo West þjóðgarðinn. Tsavo west er víðfeðmur náttúrugarður. Hann er afskekktur og skartar einstaklega fallegu landslagi. Við komum á hótelið um kl. 12.00, fáum okkur hádegismat, förum í laugina og njótum þessa fallega staðar. Um kl 16.30 keyrum við til Mzima springs og förum þar í smá göngutúr. Þar má gjarnan koma auga á flóðhesta og krókódíla.
Keníska ströndin
Dagur 13. Laugardagur 28. júní - Keníska ströndin
Kl. 9:30 Keyrt af stað frá Tsavo West í lestina til Mombasa.
Lestin leggur af stað kl. 11.00 til Mombasa.
Komið á hótelið um kl. 15:30 Tími til að slaka á við laugina.
Dagur 14. Sunnudagur 29. júní - Frjáls tími
Frjáls dagur. Hægt er að nota tímann til dæmis fyrir spa á hótelinu, fara í skoðunarferð, kíkja í búðir, fara í bátsferð og snorkl eða fara á kameldýr á ströndinni.
Kl. 19:30 Kvöldmatur á hótelinu eða við förum út að borða á spennandi stað.
Dagur 15. Mánudagur 30. júní
Frjáls dagur. Tími til að gera allt það sem ekki var hægt að gera daginn áður. Kvöldmatur á hótelinu.
Dagur 16. Þriðjudagur 1. júlí - Ferðadagur
Hádegisflug til Nairobi. Flug aftur til Íslands um kvöldið og lending í Keflavík næsta dag 2. júlí.