menningarferð til kenía 31. maí til 17. júní 

Ferðalýsing 

Kenía er stórkostlegt land að heimsækja. Í þessari ferð kynnumst við landi og þjóð á einstakan hátt. Við heimsækjum skóla íslensku barnahjálparinnar og heimsækjum einnig nemendur og foreldra skólans. Við skoðum okkur um í höfuðborginni Nairobi sem gjarnan er kölluð græna borgin í sólinni. Við förum á kaffihús og skemmtilega veitingastaði, skoðum söfn og kynnumst ýmsum hliðum á borginni. Við gistum í Harvest gistihúsinu í fallegu lokuðu hverfi þar sem við höfum stórt einbýlishús fyrir okkur. Flest herbegin eru með sér baðherbergi.  

Þaðan höldum við í friðsælu og fögru sveitina í Loitoktok sem liggur við rætur Kilimanjaro. Þar rekur íslenska barnahjálpin framhaldsskóla fyrir 150 nemendur. Loitoktok er í landi Masaai fólksins. Við kynnumst menningu þeirra og siðum og heimsækjum fjölskyldur nemenda. Við gistum í nýbyggðu gistihúsi íslensku barnahjálparinnar þar sem er glæsilegt útsýni og mjög góð aðstaða fyrir okkur. Öll herbergin eru með sérbaðherbergi. Á kvöldin kveikjum við varðeld.

Heildarverð fyrir utan flug er 350.000 kr. Áætlað flugverð er um 150,000 kr. Innifalið: Öll gisting, bílar, lest, matur- að meðaltali tvær máltíðir á dag. Ekki innifalið: Máltíðir á veitingahúsum og kaffihúsum. Aðgangur á söfn og garða. Gjafir í heimsóknum til fjölskyldna. Safari - Innifalið: hótel með þremur máltíðum, bíla og aðgangseyrir í þjóðgarða. Ekki innifalið: Drykkir á hótelunum. Strönd - Innifalið: lestin, bíll frá lest á hótelið, bíll á innanlandsflugvöll, innanlandsflug til baka, hótelgisting, morgunmatur og kvöldmatur á hótelunum. Ekki innifalið: Hádegismatur í lest og á veitingastöðum, drykkir á hótelunum, þjórfé, bátsferð.

Ferðaplanið:

Dagur 1 Laugardagurinn 31. Maí  Við fljúgum frá Íslandi í gengum nálæga evrópuborg eins og kaupmannahöfn, Oslo eða London

Dagur 2. Sunnudagurinn 1. Júní:  Lending í Nairobi. Gist verður á gistiheimili íslensku barnahjálparinnar. Þar eru 11 gestaherbergi, flest með sínu eigin baðherbergi.

Nairobi

Dagur 3. Mánudagurinn 2. Júní     

9.00-10.00. Morgunmatur. 10:00-13:00 Við tökum spjall og lærum um Keníska menningu. 13-15 Hádegi 15.00 Skoðunarferð. Heimsókn í Village market. Borðum kvöldmat þar.

Dagur 4. Þriðjudagurinn 3. Júní     

9-12:30 Morgunmatur og morgunspjall 12:30 Hádegismatur. 14:00-17:00 Skólinn 17.30 Garden city mall. Borðum þar

Dagur 5. Miðvikudagurinn 4. Júní

9:00 Morgunmatur. 10:00- 14:00 Heimsóknir á heimili stuðningsbarna. 14 Hádegismatur - heima

Dagur 6. Fimmtudagurinn 5. júní 

9.00-10.00. Morgunmatur. 10.00 – 13.00 Heimsókn í skólann. Við kíkjum inn í tíma til nemenda og kynnum okkur skólastarfið.

13:00 Hádegismatur á kaffihúsi. 14:00 Frjáls tími - Þjóðminnjasafnið og snákagarðurinn.

Dagur 7. Föstudagurinn 6. Júní

9.00-10.00. Morgunmatur. 10-14:30 Heimsókn á Teræktarsvæðið. 19.00 Út að borða á Safari Park Hotel  - matur - dans og skemmtun ( ekki innifalið )

Dagur 8. Laugardagurinn 7. Júní

10.00-18.00 Karen Langatta svæðið. Við heimsækjum gíraffa garðinn og Karen Blixen safnið. (Ekki innifalið). Borðum á góðum veitingastað í hádeginu ( ekki innifalið ) 19.00 Kvöldmatur heima í húsi.

Dagur 9 – Sunnudagur 8. Júní

8.00-12.00. Keyrt til Loitoktok.  Gist í nýju gistihúsi íslensku barnahjálparinnar. Hádegismatur á gistihúsi. Eftir hádegi Heimsókn í skólann. Kvöldmatur heima í húsi og varðeldur.

Dagur 10 – Mánudagur 9. Júní

8.30-9.30 Morgunmatur. 9.30-15.00 Heimsóknir til Masaai fólksins

14.00-15.00 Hádegismatur. Kvöld: Fræðsla um Masaai menninguna

Safarí: Amboseli Þjóðgarðurinn

Dagur 11 – Þriðjudagur 10. Júní

Amboseli þjóðgarðurinn liggur við rætur Kilimanjaro. Hann er stundum kallaður fílahöfðuborg heimsins. Snemma um morguninn förum við í safaríferð um garðinn og skoðum dýralífið. Um kl 12.30 förum við á hótel í garðinum og borðum þar hádegismat. Þeir sem vilja geta farið í laugina. Við slökum á áhótelinu til um 15.30. Þá förum við aftur á stjá að skoða dýralífið. Reynum að koma auga á ljón. J  Við förum út úr garðinum um klukkan 18.30 og gistum heima í húsi.

Tsavo West þjóðgarðurinn

Dagur 12 – Miðvikudagur 11. Júní

Lagt af stað í Tsavo West þjóðgarðinn snemma að morgni. Tsavo west er víðfeðmur náttúrugarður. Hann er afskekktur og skartar einstaklega fallegu landslagi. Við komum á hótelið um kl 12.00. Við fáum okkur hádegismat, förum í laugina og njótum þessa fallega staðar. Um kl 16.30 keyrum við til Mzima springs og förum þar í smá göngutúr. Þar má gjarnan koma auga á flóðhesta og krókódíla.

Dagur 13. Fimmtudagurinn 12. Júní

Við tökum annan dag í Tsavo West. Við leggjum af stað frá hótelinu og höldum af stað inn í Rhino dalinn. Þar er mikil náttúrufegurð. Eftir skoðunarferð um dalinn þar sem við reynum að koma á auga á sjaldgæfar antilópur þá förum við á annað hótel sem er staðsett á einstökum stað í fjallshlíð. Á þessu hóteli er ekki óalgengt að koma auga á hlébarða á kvöldin. Seinnipartinn um kl 16 þá förum við í bíltúr á verndarsvæði nashyrninganna. Það er 80 ferkílómetra afgirt svæði þar sem um 80-100 nashyrningar búa. Við reynum að koma auga á þá. 

Keníska ströndin - Indlandshafið

Dagur 14. Föstudagur 13. Júní

9.30 Lagt af stað frá Tsavo west í lestina kl 11.00 Lest til Mombasa – Koma klukkan 14. Ekið á hótelið.  Við gistum á flottu fjögurra stjörnu hóteli með öllum gæðum.

Dagur 15 – Laugardagur 14. Júní

Slökunardagur á hótelinu. Hægt að nota tímann til dæmis fyrir spa á hótelinu, fara í skoðunarferð, Kíkja í búðir, fara í bátsferð og snorkl, eða fara í Kamel reiðtúr á ströndinn,

19:30 Kvöldmatur á hótelinu eða við förum út að borða á spennandi stað.

 Dagur 17. Mánudagur 16. Júní

8-9:30 morgunmatur 10:00 skoðunarferð í gamla bæinn í Mombasa. 14:00 flug til Nairobi. Frjáls tími og heimferð undirbúin. Flug aftur til Íslands um kvöldið.

Nairobi - London - Lending í Keflavík mánudaginn 17. Júní

Dagur 16. Sunnudagur 15. Júní  Slökunardagur á hótelinu.. Tími til að gera allt það sem ekki var hægt að gera daginn áður. Kvöldmatur á hótelinu.