Takk fyrir að rúlla alla leiðina niður síðuna!
Hvaða þýðingu hefur stuðningurinn minn?
Þegar þú styrkir barn þá breytir þú lífi þess. Þú gefur barninu tækifæri til að fara í skóla sem það hafði ekki áður. Þú gefur því einnig sjálfsvirðingu, framtíð að stefna að og stað í þjóðfélaginu. Þegar þú styrkir barn hjálpar þú í raun svo miklu fleirum. Þú hjálpar fjölskyldunni allri því að þú léttir af þeim byrðinni og áhyggjunum. Að auki hjálpar þú einnig öðrum börnum í skólunum sem ekki eru með stuðningsaðila. Stuðningur þinn fer í að reka skólann sem barnið þitt er í. Hann borgar laun kennara og starfsfólks, kaupir í matinn, borgar prófin, og kaupir bækur. Ekki er gert upp á milli barnanna og því njóta óstudd börn einnig góðs af þínum styrk.
Að auki gerir stuðningurinn kannski eitthvað fyrir þig. Það segir á góðum stað að sælla sé að gefa en að þiggja. Við hjá Barnahjálpinni finnum fyrir því og vonumst til þess að þú gleðjist einng í hjarta þínu yfir þeirri gjöf að geta hjálpað barni í neyð.