Golfferð 22. maí til 7. júní

Kenía er stórkostlegt land að heimsækja. Í þessari ferð kynnumst við landi og þjóð á einstakan hátt. Við kynnumst höfuðborginni Nairobi, sem gjarnan er kölluð græna borgin í sólinni. Þar er að finna fallega golfvelli, skemmtilega veitingastaði og kaffihús, flott söfn og magnað mannlíf.  

Við heimsækjum einnig sveitina í Loitoktok við rætur Kilmanjaro og förum í safari í þjóðgarðana Amboseli og Tsavo west. Við ferðumst niður að Indlandshafinu og spilum þar golf á hinum glæsilega Vipingo ridge golfvelli. 

Gisting í Nairobi er á Windsor Golf hotel. Hótelið er hannað í gömlum breskum herragarðsstíl með afrískum áhrifum. Á Windsor er að finna glæsilegan 18 holu golfvöll. Öll herbergin eru með frábært útsýni yfir golfvöllinn. Á hótelinu er einnig líkamsræktraðstaða, upphituð sundlaug, nudd og snyrtistofa, flottur veitingastaður og bistro við sundlaugina. Gisting í Loitoktok og Safarí görðunum er á 4 stjörnu safari hótelum. Í Vipingo á ströndinni er gist í golf villum í kringum golfvöllinn.

Verð: 590.000 kr fyrir utan flug miðað við tvo í herbergi. Áætlað flugverð: um 150.000 kr.  Innifalið: Öll gisting með morgunverði. Fullt fæði í ferð til Loitoktok og safarí. Aðgangseyrir í tvo þjóðgarða. Allur ferðakostnaður innanlands sem innifelur einnig safarí, lest og innanlandsflug.  9 golfhringir með golfbíl.

Ekki innifalið: Flug og flugvallarhótel. Hádegis- og kvöldverðir í Nairobi og Vipingo. Drykkir á safarí hótelunum. Aðgangseyrir á söfn. Viðbótargolf.  Fararstjórar eru Þórunn Helgadóttir sem hefur búið og starfað í Kenía í 18 ár og maður hennar Samuel Lusiru Gona

Golfið og vellirnir

Loftslagið í Nairobi er einstaklega milt og þægilegt, sem skapar kjöraðstæður fyrir golf. Borgin er í um 16-1700 metra hæð og því verður ekki of heitt. Hitastigið í lok maí er frá um 15 gráðum á nóttunni og upp í 23 til 25 gráður eftir hádegi. Þunna loftið gerir það einnig að verkum að golfkúlan svífur að jafnaði um 10 metrum lengra.

Windsor völlurinn

er sérlega fallegur. Hann er par 72 og liggur í gegnum skóglendi og gamlar kaffiekrur þar sem er mikið fugla og dýralíf. Apar eru fastagestir á vellinum.  Skógurinn gerir það að verkum að næsta hola kemur aðeins í ljós við komu á næsta teig, fyrir utan holu 1 og 18 sem eru opnum grænum bölum. Það eru vel yfir sjötíu glompur á vellinum.

Muthaiga golf club

er í um 8 mínútna akstur frá Windsor. Þessi völlur er metinn besti völlurinn í Nairobi og þar er Kenya open golf tournament haldið árlega. Fyrstu 9 holurnar voru gerðar árið 1913 og árið 1926 var völlurinn stækkaður á 18 holur. Hann var svo endurhannaður á árunum 2004 til 2005 af suður afríska arkitektinum Peter Matkovich. Hann liggur í gegnum Karura skóglendið en er opnari en Windsor völlurinn. Töluvert er af tjörnum og vötnum.

Karen Golf club

Völlurinn er í suðurhluta Nairobi og er staðsettur á fyrrum kaffi ekrum Karenar Blixen, hins heimsfræga danska rithöfunds. Hún plantaði þar trjám sem enn er að finna á vellinum í dag. Karen Country Club var stofnaður árið 1937, sama ár og bókin Out of Africa kom út. Völlurinn er fjölbreyttur og skemmtilegur og einnig þekktur fyrir litskrúðug blómstrandi tré og runna. Hann liggur um votlendi þar sem er að finna mikið fuglalíf og litlar dikdik antilópur. Sjá má Ngong hæðir í bakgrunni.

Keníska ströndin - Vipingo ridge golf club

Vipingo Ridge völlurinn er staðsettur við Indlandshafs ströndina og er metinn einn besti völlurin í Kenía. Mikið dýralíf er í kringum völlinn og ekki óalgegt að rekast á zebra hesta, antilópur og gíraffa.

Ferðaáætlun:

Dagur 1 – Fimmtudagur 22. Maí - Brottför

Flogið frá Íslandi til London eða Kaupmannahafnar - Gist á hóteli nálægt flugvellinum.

Dagur 2 – Föstudagur 23. Maí - Flug til Nairobi
Morgun flug áfram til Nairobi og lending að kvöldi. Tékkað inn á Windsor - fjögra stjörnu golf hótel.

Dagur 3 – Laugardagur 24. Maí - Golf á Windsor.

Eftir golfleik er kjörið að njóta lífsins á veitingastaðnum sem er með útsýni yfir völlinn. Einnig er hægt að fara í nudd og slaka á við laugina. Við borðum á hótelinu um kvöldið.

Dagur 4 – Sunnudagur 25. Maí - Golf á Windsor.

Eftir golf og slökun förum við í smá skoðunarferð og endum á flottum veitingastað.

Dagur 5 – Mánudagur  26. Maí - Golf á Muthaiga golf club

Nú prófum við Muthaiga golfvöllin sem er rétt hjá Windsor.

Dagur 6 – Þriðjudagur 27. Maí - Loitoktok
Við leggjum af stað í ævintýraferð og keyrum til Loitoktok sem liggur í fallegri sveit við rætur Kilimanjaro. Þar býr Masaai ættbálkurinn. Við komuna þangað borðum við heima lagaðann hádegisverð í nýbyggðu gistihúsi fararstjóranna, Þórunnar og Samúels. Eftir matinn heimsækjum við Harvest skólann. Nemendur og starfsfólk skólans taka á móti okkur á sinn einstaka hátt. Að því loknu heimsækjum við Masaai heimili og fræðumst um einstaka menningu þessa þjóðflokks. Um kvöldið gistum við á fjögurra stjörnu safari hóteli.

Dagur 7 – Miðvikudagur 28.maí  - Amboseli þjóðgarðurinn

Við vöknum snemma og keyrum inní Amboseli þjóðgarðinn sem er við rætur Kilimanjaro. Hann er stundum kallaður fílahöfuð borg heimsins. Við byrjum á safaríferð um garðinn og skoðum dýralífið. Um kl 12 förum við aftur á hótelið þar sem er hlaðborð í hádeginu. Seinnipartinn  förum við aftur á stjá og reynum að koma auga á ljón.

 Dagur 8 – Fimmtudagur 29. maí - Tsavo west þjóðgarðurinn

Lagt af stað í Tsavo West þjóðgarðinn snemma morguns. Tsavo west er afskekktur, víðfeðmur og stórkostlega fallegur náttúrugarður. Við komum á hótelið um kl 12.00 og borðum hádegismat. Um kl 16.15 keyrum við til Mzima springs og förum þar í smá göngutúr. Þar má gjarnan koma auga á flóðhesta og krókódíla.

Keníska ströndin - Vipingo Ridge

Vipingo Ridge völlurinn er staðsettur við Indlandshafs ströndina og er metinn einn besti völlurin í Kenía. Mikið dýralíf er í kringum völlinn og ekki óalgegt að rekast á zebra hestar, antilópur og gíraffa.

Dagur 9 – Föstudagur 30. Maí: 

09.30 Laggt af stað frá Tsavo west í lestina kl 11.00 Lest til Mombasa – Koma klukkan 14. Þaðan ökum við til Vipingo ridge sem tekur um klukkutíma. Við slökum á og njótum dagsins á ströndinni eða við laugina.   

Dagur 10 - Laugardagur 31. maí – Golf á Vipingo.  

Það er töluvert heitara í Vipingo en i Nairobi og því tökum við daginn eldsnemma. Förum svo á Vipingo beach bar eftir hádegi.

Dagur 11 – Sunnudagur 1. Júní  - Golf á Vipingo.

Það er tími fyrir annan hring á Vipingo um morgunninn. Flogið til Nairobi eftir hádegi

Dagur 12 – Mánudagur 2. Júní- Golf á Windsor eða Muthaiga

Golfvöllur að eigin vali. Eftir hádegi er kjörið að skella sér í skoðunarferð um teræktarsvæðið.

Dagur 13 – Þriðjudagur 3. Júní - Golf á Windsor eða Muthaiga  

Eftir hádegi förum við í heimsókn í Harvest skólann í Kariobangi sem Íslenska barnahjálpin rekur. Við munum þar hitta fyrir fleiri íslendinga sem eru að koma sérstaklega til að heimsækja skólann. Þar munum við upplifa einstakar kenískar móttökur. Seinnipart dags þá slökum við á en þá er einnig val um það að fara í heimsókn á heimili nemenda í Harvest skólanum og kynnast nánar þeirra aðstæðum. Þetta er líka einstakt tækifæri til að kynnast heimafólki betur.

Dagur 14 – Miðvikudagur 4. Júní – Golf á Karen golf club.

Eftir golfið heimsækjum við Karen Blixen safnið sem er á fyrrum heimili hennar og í húsinu þar sem óskarsverðlauna myndin Out of Africa var tekin upp. Ef tími gefst þá skellum við okkur í gíraffagarðinn í lokinn.

Dagur 15 – Fimmtudagur 5. Júní  - Golf á Windsor/Muthaiga 

frjáls dagur eftir hádegi

Dagur 16 – Föstudagur 6. Júní  - frjáls dagur

heimferð að kvöldi.

Dagur 17 – Laugardagur 7. Júní  - Lending á Íslandi

〰️

Mig dreymir um sól í Afríku

〰️ Mig dreymir um sól í Afríku

 

Ferðaáætlun:

Dagur 1 – Laugardagur 24. Maí:

Flogið frá Íslandi til London eða Kaupmannahafnar - Gist á hóteli nálægt flugvellinum.

Dagur 2 – Sunnudagur 25. Maí: Flug til Nairobi
Morgun flug áfram til Nairobi og lending að kvöldi. Tékkað inn á Windsor - fjögra stjörnu golf hótel.

 

Windsor Golf hótel

Að spila og dvelja á Windsor er ógleymanleg upplifun. Hótelið er hannað í gömlum breskum herragarðsstíl með afrískum áhrifum. Það er staðsett í norður borginni í um 20 mínútna akstursfjarlægð frá miðborg norður Nairobi. Windsor býður upp á glæsilegan 18 holu golfvöll, líkamsræktaraðstöðu þar á meðal tennis- og skvassvelli, spa og upphitaða sundlaug. Öll herbergi, svítur og hús eru með glæsilegt útsýni yfir golfvöllinn. Á hótelinu er flottur veitingastaður og bistro við sundlaugina sem bjóða upp á mikið úrval af alþjóðlegum réttum og drykkjum.

Golfvöllurinn er staðsettur í glæsilegu landslagi. Fyrir utan opnunar- og lokunarholu á hverri níu, eru brautirnar allar umkringdar skógi, og næsta hola kemur aðeins í ljós við komu á næsta teig. Mikið fuglalíf er í skóglendinu og algengt er að sjá apa í trjánum.

Dagur 3 – Mánudagur 26. Maí:
Fyrsti golfdagurinn á Windsor. Frábær dagur til að njóta. Völlurinn er 18 holu völlur staðsettur í einstaklega fallegu skóglendi. Hann er par-72 og býður upp á breiðar brautir, vötn og sandgryfjur. Eftir golfleik er kjörið að njóta lífsins á veitingastaðnum sem er með útsýni yfir völlinn. Einnig er hægt að fara í nudd og slaka á við laugina. Við borðum á hótelinu um kvöldið

 

Dagur 4 – Þriðjudagur 27. Maí: Golf á Windsor um morguninn. Um klukkan 15.30 eftir golf og slökun förum við í smá bíltúr um hverfið og endum í Village market verslunarmiðstöðinni. Þar er gaman að kíkja í skemmtilegar búðir, fá sér ís og njóta. Við borðum svo kvöldmat á skemmtilegum ítölskum veitingastað um kvöldið.

Dagur 5 – Miðvikudagur  28. Maí: Golf á Windsor – Te akrarnir
Golf á Windsor. Þennan dag er sniðugt að skipta 18 holunum í tvennt. Við tökum 9 holur um morguninn og 9 seinnipartinn. Um kl 11 förum við í heimsókn á teræktarsvæðið í hæðunum fyrir ofan Nairobi. Við heimsækjum Kiembethu Tea farm sem er lítíð te býli í um 2000 metra hæð. Þar byrjaði teræktunin í Kenía.

This is the perfect place for generating visitor interest by going into more detail about yourself, your project, or your mission. You can talk about how your idea started, how long you’ve been working on it, what it stands for, and why it’s important. The more specific you are, the more visitors can engage with what you do. This is also an opportunity to answer any questions they may have about you or your work.

Foster’s long, scrolling homepage is actually an Index Page, which stacks multiple pages vertically. Under a Foster Index Page, any regular Page with a background image supports parallax scrolling, a 3D effect that creates depth and immersion. Learn more about Foster’s Index Page here.

The Foster template supports three separate navigation areas: two in the site header section and one in the footer section. All navigation areas can be styled independently. For example, to give prominence to certain pages in your site, you can include them in the header navigation. Other pages with secondary importance can go in the footer. You can create drop-down menus by placing pages in a folder in the Pages Panel. Learn more about Foster’s navigation features here.

With any Squarespace template, you can use Spacer Blocks to tailor the layout of your pages. For more information on blocks, click here. The following is placeholder text known as “lorem ipsum,” which is scrambled Latin used by designers to mimic real copy. Lorem ipsum dolor sit amet…