gott að vita:
Flug: Fyrst er flogið til einhverrar evrópuborgar og þaðan áfram. Það eru bein flug til Nairobi frá Amsterdam, London, Frankfurt og París. Þau flug erum um 8 til 9 tímar. Einnig er hægt að fljúga með flugfélögum eins og Qatar airways, Turkish airlines og Emirates sem taka eitt millistopp á sínum heimavöllum. Í öllum þessum flugum er boðið upp á góðan mat og mikið af afþreyingu. Við bókum flugið saman til að fljúga sem hópur en þó getur fólk ákveðið að fljúga sína eigin leið.
Ferðatryggingar: Við mælum með því að hafa útprentað afrit af ferðatryggingu með sér.
Heilsugæsla: Það er mjög góður aðgangur að góðum sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum í Nairobi og Mombasa.
Bólusetningar: Það er mælt með því að fara í bólusetningar. Hægt er að bóka tíma á heilsugæslunni og þar er manni ráðlagt hvað er best að taka. Fyrir Kenía er það aðallega lifrarbólga A og Typhoid Salmonella. Gott er einnig að fá stífkrampa sprautu. Nairobi, Loitoktok, Amboseli og Tsavo west eru ekki malaríusvæði og það þarf ekki malaríutöflur þar. Einhver tilfelli af malaríu geta fundist á ströndinni en í mjög litlum mæli þó.
Gjaldmiðillinn: er Kenya shilling. Gengið á móti krónu er um 1.08 sem þýðir að 1000 Kenya shillingar eru um 1080 krónur. Hægt er að borga með korti á flestum stöðum og gott aðgengi er að hraðbönkum.