Almennur stuðningur

Hægt er að styðja við Íslensku barnahjálpina með almennum stuðningi.

Þá fara framlög í matarkostnað sem hefur hækkað gífurlega í Kenía, en einnig er heilmikill kostnaður á vettvangi við skólagögn, öryggisgæslu, viðhald bygginga og allt sem viðkemur skólahaldi.

Það skal tekið fram að allt starf á Íslandi er unnið í sjálfboðavinnu og upphæðir renna óskiptar í starfið í Kenía.

Öll framlög til Íslensku barnahjálparinnar eru frádráttarbær hjá RSK og forskráð á framtal gefenda hvort sem það eru einstaklingar eða fyrirtæki. Hægt er að styrkja starfið með ákveðnum upphæðum sem koma á greiðsluseðli í heimabanka. Einnig er hægt að velja upphæð að eigin vali.

Fylltu út formið hér til hliðar og við verðum í sambandi við þig.