keníaFerðir

Menning - safari - strönd - skóli - ráðstefnur - Golf - kilimanjaro

Kenía er stórkostlegt land að heimsækja. Ferðirnar okkar eru mikil upplifun og ævintýri sem er samofin af náttúrufegurð, dýralífi og menningu Kenía og eru á einstaklega góðu verði. Með áralanga reynslu og innsýn inn í kenískt samfélag bjóðum við upp á fjölbreyttar sérsniðnar ferðir og viljum kynna þetta fallega land fyrir sem flestum Íslendingum. Landið hefur upp á svo margt að bjóða; ægifagurt landslag, vingjarnlegt fólk og einstakt andrúmsloft. Við erum með ferðir við allra hæfi og getum einnig sett ferðir saman eftir pöntun fyrir hópa eða einstaklinga. Þar má nefna upplifunar og menningarferðir, gönguferðir, safaríferðir, strandferðir og svo golfferðir.
Auk þess bjóðum við árlega upp á styrkbæra ráðstefnu fyrir t.d. kennara og heilbrigðisstarfsfólk.
Einnig getum við skipulagt Kilimanjaro gönguferðir eftir pöntun.
Í ferðum okkar upplifir gesturinn landið og menninguna á fjölbreyttan hátt. Ferðirnar byrja ávallt í höfuðborginni Nairobi, sem er stærsta borg Austur-Afríku. Nairobi er oft kölluð “græna borgin í sólinni” og þar er að finna fjölbreytt samfélag, skemmtilega veitingastaði, fallega golfvelli og frábært fólk. Borgin er í 1600-1700 metra hæð sem skapar milt og þægilegt loftslag. Við heimsækjum einnig Loitoktok við rætur Kilimanjaro og kynnumst þar menningu Masaai fólksins. Við upplifum síðan magnaða villta náttúru kenískra þjóðgarða. Að lokum er farið á kenísku ströndina við Indlandshaf sem er einstök með hvítan sand og heitan sjó. Ferðasýn er í samstarfi við Íslensku barnahjálpina og hluti ferðanna tengist því starfi.


golfferð 5.-17.janúar 2026
safari 17.-22.janúar 2026

Ævintýri í kenía 10.-26.janúar

Ráðstefna: Menning og skóli Júni 2026 

Golfferð - Mai 2026 í vinnslu

Kilimanjaro sérferðir - í vinnslu

ALmenn ferð í Mai - 2026 í vinnslu